Ekki allur vindur úr Biokraft í Þykkvabæ þökk sé varahlutum af Ebay Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2018 21:39 Önnur vindmyllan sem er hér fjær er ónýt eftir bruna. Hin var biluð í tvo mánuði - þangað til Steingrímur lappaði upp á hana með varahlutum af Ebay. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Önnur vindmylla fyrirtækisins Biokraft í Þykkvabæ er byrjuð að framleiða rafmagn á ný eftir að hafa verið biluð í tvo mánuði. Eigandi fyrirtækisins kom vindmyllunni sjálfur í gagnið með varahlutum af Ebay. Hann setur jafnframt spurningamerki við gagnrýni íbúa í nágrenninu sem segja stafa hljóðmengun af vindmyllunum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ væri í uppnámi. Tvær vindmyllur voru gangsettar í júlí árið 2014 en önnur eyðilagðist í bruna í fyrra. Hin bilaði svo í maí á þessu ári og hefur því engin raforkuframleiðsla átt sér stað í Þykkvabæ undanfarna tvo mánuði. Nú hefur hins vegar orðið breyting þar á. „Hún er að framleiða rafmagn á fullu. Það eru mikil gleðitíðindi á þessum fallega degi,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft, í samtali við Vísi. Verður að hugsa „kreatívt“ Steingrímur kom vindmyllunni aftur í gagnið með svokölluðum analog-stýringum sem hann keypti af Ebay og smíðaði svo úr þeim parta í vindmylluna. Þá bendir Steingrímur á að analog-tæknin sé afar gömul, hún komi fyrir tíma tölvunnar, enda vindmyllurnar komnar til ára sinna. „Þegar þú ert að reyna að halda einhverju í gangi sem ekkert er lengur framleitt í verðurðu að hugsa „kreatívt“,“ segir Steingrímur. Steingrímur Erlingsson eigandi Biokraft.Vísir/ÞÞ Eins og að sparka í liggjandi mann að tala um hljóðvist Sautján ár eru síðan framleiðslu á vindmyllum Biokraft var hætt. Fyrirtækið hefur þegar keypt nýjar vindmyllur en getur ekki sett þær upp vegna andstöðu íbúa og sveitarstjórnar sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Sjá einnig: Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Í vikunni var rætt við nokkra af þeim sem háværastir hafa verið í gagnrýni sinni. Aðspurður setur Steingrímur spurningarmerki við að vindmyllurnar valdi hljóðmengun eins og Gyða Árný Helgadóttir, sem á og rekur Hótel Vos í Þykkvabæ, hélt fram. „Í 100 metra fjarlægð frá vindmyllunum heyrast 42 desíbel og starfsemi þessarar ágætu konu sem talaði er í rúmum kílómeters fjarlægð frá okkur. Hún heyrir ekki í þeim, það er svolítið svona eins og að sparka í liggjandi mann að tala um hljóðvist, þetta er bara ekki satt,“ segir Steingrímur. „Það er fullt af fólki þarna líka sem vill þetta. Þetta skapar orku og tekjur til sveitarfélagsins. Það má ekki gleyma því heldur að þetta er með öllum leyfum og réttindum til að keyra í tuttugu ár.“ Framleiða rafmagn eins og herforingjar Aðspurður segist Steingrímur óviss um framhald raforkuframleiðslu Biokraft í Þykkvabæ. Hann hafi þó ekki trú á öðru en að vindmyllan standi sig í nokkurn tíma með glænýjum pörtum af Ebay. „Þetta þýðir bara að vindmyllan er að framleiða rafmagn inn á Landsnet. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að hún gangi núna. Hún er á fullum snúning. Svo er spáð vindi á morgun þannig að við framleiðum rafmagn eins og herforingjar.“ Skipulag Tækni Umhverfismál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum. 24. júlí 2018 18:30 Fresta máli um nýjar vindmyllur Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ. 16. janúar 2018 06:00 Fær ekki hærri vindmyllur BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð. 10. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Önnur vindmylla fyrirtækisins Biokraft í Þykkvabæ er byrjuð að framleiða rafmagn á ný eftir að hafa verið biluð í tvo mánuði. Eigandi fyrirtækisins kom vindmyllunni sjálfur í gagnið með varahlutum af Ebay. Hann setur jafnframt spurningamerki við gagnrýni íbúa í nágrenninu sem segja stafa hljóðmengun af vindmyllunum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ væri í uppnámi. Tvær vindmyllur voru gangsettar í júlí árið 2014 en önnur eyðilagðist í bruna í fyrra. Hin bilaði svo í maí á þessu ári og hefur því engin raforkuframleiðsla átt sér stað í Þykkvabæ undanfarna tvo mánuði. Nú hefur hins vegar orðið breyting þar á. „Hún er að framleiða rafmagn á fullu. Það eru mikil gleðitíðindi á þessum fallega degi,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft, í samtali við Vísi. Verður að hugsa „kreatívt“ Steingrímur kom vindmyllunni aftur í gagnið með svokölluðum analog-stýringum sem hann keypti af Ebay og smíðaði svo úr þeim parta í vindmylluna. Þá bendir Steingrímur á að analog-tæknin sé afar gömul, hún komi fyrir tíma tölvunnar, enda vindmyllurnar komnar til ára sinna. „Þegar þú ert að reyna að halda einhverju í gangi sem ekkert er lengur framleitt í verðurðu að hugsa „kreatívt“,“ segir Steingrímur. Steingrímur Erlingsson eigandi Biokraft.Vísir/ÞÞ Eins og að sparka í liggjandi mann að tala um hljóðvist Sautján ár eru síðan framleiðslu á vindmyllum Biokraft var hætt. Fyrirtækið hefur þegar keypt nýjar vindmyllur en getur ekki sett þær upp vegna andstöðu íbúa og sveitarstjórnar sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Sjá einnig: Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Í vikunni var rætt við nokkra af þeim sem háværastir hafa verið í gagnrýni sinni. Aðspurður setur Steingrímur spurningarmerki við að vindmyllurnar valdi hljóðmengun eins og Gyða Árný Helgadóttir, sem á og rekur Hótel Vos í Þykkvabæ, hélt fram. „Í 100 metra fjarlægð frá vindmyllunum heyrast 42 desíbel og starfsemi þessarar ágætu konu sem talaði er í rúmum kílómeters fjarlægð frá okkur. Hún heyrir ekki í þeim, það er svolítið svona eins og að sparka í liggjandi mann að tala um hljóðvist, þetta er bara ekki satt,“ segir Steingrímur. „Það er fullt af fólki þarna líka sem vill þetta. Þetta skapar orku og tekjur til sveitarfélagsins. Það má ekki gleyma því heldur að þetta er með öllum leyfum og réttindum til að keyra í tuttugu ár.“ Framleiða rafmagn eins og herforingjar Aðspurður segist Steingrímur óviss um framhald raforkuframleiðslu Biokraft í Þykkvabæ. Hann hafi þó ekki trú á öðru en að vindmyllan standi sig í nokkurn tíma með glænýjum pörtum af Ebay. „Þetta þýðir bara að vindmyllan er að framleiða rafmagn inn á Landsnet. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að hún gangi núna. Hún er á fullum snúning. Svo er spáð vindi á morgun þannig að við framleiðum rafmagn eins og herforingjar.“
Skipulag Tækni Umhverfismál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum. 24. júlí 2018 18:30 Fresta máli um nýjar vindmyllur Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ. 16. janúar 2018 06:00 Fær ekki hærri vindmyllur BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð. 10. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum. 24. júlí 2018 18:30
Fresta máli um nýjar vindmyllur Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ. 16. janúar 2018 06:00
Fær ekki hærri vindmyllur BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð. 10. janúar 2018 06:00