Forstjóri Kauphallarinnar segir koma til greina að miðla upplýsingum um hluthafa í samstarfi við félög Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 18:30 Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Vísir/ÞÞ Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll. Persónuvernd Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll.
Persónuvernd Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira