Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2018 10:54 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir jafnteflið gegn Argentínu á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sjá meira
Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sjá meira