ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku Hörður Ægisson skrifar 26. september 2018 08:00 Kvika og rekstrarfélög bankans verða með yfir 400 milljarða í stýringu eftir kaupin á GAMMA. Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira