Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2018 19:30 Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira