Hefja útflutning á íslensku lambakjöti til Indlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2018 10:56 Samningurinn gildir fyrir ákveðinn innflytjanda í Indlandi og frá einu sláturhúsi og tilgreindri vinnslustöð hér á landi. Vísir Útflutningur á íslensku lambakjöti til Indlands er nú orðinn að veruleika eftir tveggja ára samningaviðræður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, sem hefur unnið að öflun útflutningsleyfis ásamt hagsmunaaðilum og sendiráði Íslands í Indlandi. Indversk yfirvöld veittu um mitt sumar tímabundið leyfi til innflutnings á tilgreindu magni af lambakjöti. Endanlega var gengið frá heilbrigðisvottorði snemma í september, fyrsta sendingin fór til Indlands nú í byrjun október og fleiri sendingar eru fyrirhugaðar á næstu vikum. Gerðar eru ýmsar sérkröfur og sett skilyrði varðandi útflutning á lambakjöti til Indlands. Mikilvægustu sérkröfur Indlands varða riðu. Einungis má flytja til Indlands kjöt af lömbum frá svæðum þar sem aldrei hefur greinst riða og kjötinu á að halda aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og í geymslum. Einnig er lögð rík áhersla á að rekjanleiki sláturlamba og afurða þeirra sé öruggur. Samningurinn gildir fyrir ákveðinn innflytjanda í Indlandi og frá einu sláturhúsi og tilgreindri vinnslustöð hér á landi. Um er að ræða tilraun til markaðssetningar á íslensku lambakjöti á Indlandi. Ef vel tekst til standa vonir til þess að fleiri framleiðendur á Íslandi geti notið góðs af. Leyfi sem gefið var í þetta sinn er til sex mánaða, fyrir 5 tonn þar sem hluti af kjötinu er í heilum og hálfum skrokkum og hluti af kjötinu er stykkjaður og úrbeinaður. Þetta er annar stóri erlendi markaðurinn sem opnast fyrir íslenskt lambakjöt, en í haust var undirritaður samningur um hollustuhætti og matvælaöryggi vegna útflutnings á lambakjöti til Kína. Landbúnaður Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Útflutningur á íslensku lambakjöti til Indlands er nú orðinn að veruleika eftir tveggja ára samningaviðræður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, sem hefur unnið að öflun útflutningsleyfis ásamt hagsmunaaðilum og sendiráði Íslands í Indlandi. Indversk yfirvöld veittu um mitt sumar tímabundið leyfi til innflutnings á tilgreindu magni af lambakjöti. Endanlega var gengið frá heilbrigðisvottorði snemma í september, fyrsta sendingin fór til Indlands nú í byrjun október og fleiri sendingar eru fyrirhugaðar á næstu vikum. Gerðar eru ýmsar sérkröfur og sett skilyrði varðandi útflutning á lambakjöti til Indlands. Mikilvægustu sérkröfur Indlands varða riðu. Einungis má flytja til Indlands kjöt af lömbum frá svæðum þar sem aldrei hefur greinst riða og kjötinu á að halda aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og í geymslum. Einnig er lögð rík áhersla á að rekjanleiki sláturlamba og afurða þeirra sé öruggur. Samningurinn gildir fyrir ákveðinn innflytjanda í Indlandi og frá einu sláturhúsi og tilgreindri vinnslustöð hér á landi. Um er að ræða tilraun til markaðssetningar á íslensku lambakjöti á Indlandi. Ef vel tekst til standa vonir til þess að fleiri framleiðendur á Íslandi geti notið góðs af. Leyfi sem gefið var í þetta sinn er til sex mánaða, fyrir 5 tonn þar sem hluti af kjötinu er í heilum og hálfum skrokkum og hluti af kjötinu er stykkjaður og úrbeinaður. Þetta er annar stóri erlendi markaðurinn sem opnast fyrir íslenskt lambakjöt, en í haust var undirritaður samningur um hollustuhætti og matvælaöryggi vegna útflutnings á lambakjöti til Kína.
Landbúnaður Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira