Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Sylvía Hall skrifar 18. nóvember 2018 11:49 Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að öllu starfsfólki verði boðin áfram vinna hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10–11 verslanir og hefur samkeppniseftirlitið heimilað kaupin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verslanirnar sem um ræðir eru verslanir 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar. Öllu starfsfólki boðin vinna áfram „Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. „Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Segir kaupin styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu „Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á verslunum Basko styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar. Jafnframt er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári. „Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni. Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10–11 verslanir og hefur samkeppniseftirlitið heimilað kaupin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verslanirnar sem um ræðir eru verslanir 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar. Öllu starfsfólki boðin vinna áfram „Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. „Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Segir kaupin styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu „Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á verslunum Basko styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar. Jafnframt er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári. „Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni.
Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39