Prjónaverksmiðja eldri ofurkvenna í Furugerði Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2018 06:00 Efri röð f.v.: Þorbjörg, Kristín, Unnur, Lillý, Guðrún, Bryndís og Birna. Neðri röð f.v.: Sigurbjörg, Jóhanna, Guðfinna og Gíslína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira