Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2018 11:15 Egill Jacobsen hóf rekstur um miðjan febrúar síðastliðinn. Erfitt rektrarumhverfi hefur nú riðið honum að fullu. Vísir/vihelm Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins. Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins.
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45