Heiða Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Orkusölunnar.
Í tilkynningu segir að Heiða sé 31 árs og hafi útskrifast með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum árið 2017 frá Háskóla Íslands. Þaðan hafi hún einnig útskrifast með BS gráðu í sálfræði árið 2013. Samhliða námi starfaði hún sem flugfreyja hjá Icelandair árin 2012–14.
„Heiða hefur undanfarin tvö ár verið markaðsstjóri hjá Jarðböðunum við Mývatn. Áður var hún birtingaráðgjafi og sérfræðingur hjá Birtingahúsinu. Hún er í sambúð með Hinriki Geir Jónssyni lögreglumanni og eiga þau tvö börn,“ segir í tilkynningunni.
Heiða ráðin til Orkusölunnar
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent