Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2019 20:30 Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00