Gengi krónunnar lækkaði um 6,4 prósent á árinu 2018. Gagnvart evru lækkaði gengið um 6,1 prósent en um 10,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gengi krónunnar var lægst í nóvember en hæst í mars. Til að bregðast við þessari lækkun seldi Seðlabankinnn gjaldeyri á millibankamarkaði í þrjú skipti á síðari hluta ársins. Hrein gjaldeyrissala Seðlabankans á markaðnum nam 2,9 milljörðum króna í fyrra.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2018. Þar segir jafnframt að velta á millibankamarkaði með gjaldeyri dróst mikið saman frá fyrra ári.
Engu að síður var gengi krónunnar „tiltölulega stöðugt fyrstu átta mánuði ársins“ og velta var lítil. „Á haustmánuðum skapaðist órói á gjaldeyrismarkaðnum, m.a. vegna óvissu í flugrekstri, og gengi krónunnar lækkaði. Í desember hækkaði gengi krónunnar á ný eftir nokkuð skarpa lækkun frá því í byrjun september,“ segir í frétt Seðlabankans og bætt við að þá hafi bankinn, í fyrsta skipti í rúmt ár, brugðið á það ráð að kaupa gjaldeyri. Seðlabankinn átti viðskipti fjóra daga á árinu, en þó í mismiklum mæli innan hvers dags. Bankinn seldi gjaldeyri þrisvar sinnum og keypti gjaldeyri einu sinni. Kaupin komu í kjölfar snarprar hækkunar í desember.
Gjaldeyrisforðinn nam um 736 milljörðum í lok ársins, sem nemur 26 prósent af vergri landsframleiðslu.
Nánar má fræðast um þróunina í frétt Seðlabankans.
Krónan veiktist um 6,8 prósent í fyrra
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent



„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent