Bilun kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka.
Í tilkynningu frá RB segir að staða reikninga í grunnkerfum RB sé engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni sé í lagi.
„Unnið er að leiðréttingu en gert ráð fyrir að það geti tekið út daginn að koma stöðu hjá báðum bönkum í rétt horf.
RB harmar atvikið og vinnur hörðum höndum að úrlausn málsins. Frekari upplýsingar verða veittar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni.
Hreyfingar sjást ekki í netbönkum vegna bilunar
