Arnór kemst inn á lista yfir bestu táninga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:00 Arnór Sigurðsson. Getty/David S. Bustamante Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira