49 sagt upp hjá Novomatic í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:58 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári.
Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00
Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24