Svívirðilegustu atriðin úr nýrri heimildarmynd um Fyre Festival Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 15:00 Billy McFarland, einn aðalskipuleggjenda Fyre Festival, sést hvítklæddur lengst til vinstri á mynd. Rapparinn Ja Rule, viðskiptafélagi hans, er dökkklæddur fyrir miðju. Getty/Patrick McMullan Tvær heimildarmyndir um hamfarahátíðina Fyre Festival komu út í síðustu viku, önnur á vegum Netflix og hin úr smiðju Hulu. Báðar myndirnar varpa nýju ljósi á lygilega viðskiptahætti skipuleggjenda, og þá einkum höfuðpaursins, Billy McFarland. Hér verður farið yfir nokkur af helstu atriðunum úr Netflix-heimildarmyndinni, sum jafnvel svívirðileg, sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan á samfélagsmiðlum síðustu daga.Innantóm samfélagsmiðlaherferð auglýsti lúxus Fyre Festival var haldin, og nær blásin af í sömu andrá, á Exuma-eyju í Bahama-eyjaklasanum í lok apríl árið 2017. Hátíðinni voru gerð greinargóð skil í fjölmiðlum á sínum tíma en þyrnum stráður aðdragandinn og skelfilegur aðbúnaður hátíðargesta vakti heimsathygli. Þannig líktu gestirnir ástandinu á eyjunni við Hungurleikana en miðar á hátíðina, sem var auglýst sem lúxustónlistarhátíð í umfangsmikilli en innantómri samfélagsmiðlaherferð, kostuðu hundruð þúsunda króna.Helsti skipuleggjandi Fyre Festival, Billy McFarland, var dæmdur í sex ára fangelsi vegna hátíðarinnar í október síðastliðnum og hefur öðrum skipuleggjendum verið gert að reiða fram milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur. Í myndbandinu hér að ofan má sjá dæmi um kynningarefni fyrir hátíðina. Hér á eftir verður farið yfir nokkur af „svívirðilegustu“ atriðunum úr Netflix-heimildarmyndinni, þar eð sú á Hulu er ekki aðgengileg íslenskum áhorfendum. Myndin varpar ljósi á alvarlega misbresti við skipulagningu hátíðarinnar og ótrúlega viðskiptahætti skipuleggjenda. Stuðst er við samantektir bandarísku miðlanna Variety og The Week.Þrjátíu milljónir fyrir eina færslu og hótanir heimamannaFyrirsæturnar Kendall Jenner og Bella Hadid eru á meðal þeirra áhrifavalda sem auglýstu Fyre Festival á samfélagsmiðlum sínum.Getty/James DevaneyKendall Jenner fékk greidda 250 þúsund Bandaríkjadali, eða um þrjátíu milljónir íslenskra króna, fyrir að birta eina færslu um hátíðina á Instagram-reikningi sínum. Jenner sést aðeins í nokkrar sekúndur í heimildarmyndinni, þar sem hún er sýnd í viðræðum við skipuleggjendur en ljóst er að færslan hafði gríðarleg áhrif. Tveimur dögum síðar var búið að selja 95 prósent miða sem í boði voru á hátíðina. Þá sökuðu skipuleggjendur Fyre Festival Bahamaeyjamenn úr starfsliði hátíðarinnar um að hafa hótað sér líkamsmeiðingum. Ráðgjafinn Marc Weinstein og viðburðastjórinn Andy King héldu þessu báðir fram í myndinni og sögðu mikla reiði hafa gripið um sig meðal heimamanna þegar þeir áttuðu sig á því að þeir ættu ekki von á greiðslu fyrir vinnu sína við hátíðina. King lýsti því til að mynda að hann hefði neyðst til að fá lánuð föt annars manns til að villa á sér heimildir, fela sig fyrir aftan þvagskál og húkka sér svo far með bíl í leyni til þess að komast óséður af eyjunni. Munnmök í skiptum fyrir vatn Téður King á svo heiðurinn að öðru sláandi atriði í myndinni sem hlotið hefur mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar segir King frá því að McFarland hafi grátbeðið sig um að veita tollstjóra eyjaklasans munnmök í stað þess að borga andvirði 21 milljónar íslenskra króna fyrir tollmeðferð á innfluttu vatni fyrir hátíðargesti. King sagðist hafa farið á fund tollstjórans, tilbúinn að „fórna sér fyrir málstaðinn“, þegar sá síðarnefndi sagðist myndu hreinlega leyfa þeim að leysa út vatnið og borga fyrir það síðar. Og King andaði léttar. Frásögnina má sjá í myndbandinu hér að neðan.Ayooooooo this Fyre Festival Documentary is WILDpic.twitter.com/HbCiJA5Dqf— DDotOmen.com (@DDotOmenBlog) January 19, 2019 Þá er ljóst að skipuleggjendur Fyre Festival snuðuðu fjölmarga heimamenn sem störfuðu við hátíðina. Frásögn MaryAnn Rolle, eiganda veitingastaðar sem skipuleggjendur Fyre Festival áttu í viðskiptum við, vakti mikla samúð netverja. Fyrstu hátíðargestirnir voru sendir á veitingastað Rolle, án alls fyrirvara, og var hún fengin til að reiða fram mat og drykk við komuna. Hún fékk hins vegar aldrei greitt fyrir þjónustuna og þurfti að eyða öllu sparifé sínu, um 50 þúsund Bandaríkadölum eða um sex milljónum íslenskra króna, til að greiða starfsfólki sínu laun. Nú hafa netverjar hins vegar tekið höndum saman, Rolle til aðstoðar. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 160 þúsund dalir, eða um 19 milljónir króna, í GoFundMe-síðu sem Rolle deildi sjálf eftir útgáfu myndarinnar. Þá hefur rapparinn Ja Rule, einn skipuleggjenda Fyre Festival, beðið Rolle afsökunar.Tengslin við Pablo Escobar Áhættusækni McFarland, höfuðpaurs Fyre Festival, virðist jafnframt engin takmörk sett. Stuttu eftir að honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu vegna ákæru í tengslum við Fyre Festival hleypti hann annarri svikamyllu af stokkunum, fyrirtækinu NYC VIP Access. Fyrirtækið herjaði á gesti Fyre Festival í gegnum tölvupóst og bauð þeim miða á ýmsa stórviðburði. Þar var þó einn hængur á – miðarnir voru, og höfðu aldrei verið, fáanlegir. Talið er að McFarland hafi grætt um 100 þúsund Bandaríkjadali á svindlinu. McFarland sagðist einnig hafa keypt eyjuna Norman‘s Cay, þar sem Fyre Festival átti upphaflega að fara fram. Hin meintu kaup notaði McFarland m.a. til að fá fjárfesta til að dæla fé í hátíðina en að síðustu kom í ljós að kaupin höfðu aldrei gengið í gegn. Þegar hinn raunverulegi eigandi eyjunnar frétti svo af því að tengsl hennar við eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar væru notuð í auglýsingaherferð fyrir hátíðina dró hann eyjuna aftur til sín. Þar með þurftu skipuleggjendur að finna nýjan stað fyrir hátíðina, aðeins nokkrum mánuðum áður en átti að halda hana.Sjá einnig: Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Þá mátti heyra lygilegar lýsingar hátíðargesta á ástandinu á Fyre Festival en eins og áður hefur komið fram var aðbúnaður hinn skelfilegasti. Þar bar líklega hæst frásögn ungs manns sem viðurkenndi að hafa, ásamt vinum sínum, lagt nærliggjandi tjöld í rúst svo að aðrir gestir myndu ekki búa sér næturstað í þeim. „Ég byrjaði bara að stinga göt og velta dýnum og félagi minn pissaði á nokkur rúm,“ sagði maðurinn í heimildarmyndinni.Ja Rule segist aldrei hafa ætlað að plata neinn.Vísir/GettyJa Rule segist svikinn og svekktur Rapparinn Ja Rule, viðskiptafélagi McFarland og einn aðalskipuleggjenda Fyre Festival, hefur gagnrýnt framleiðendur beggja heimildarmynda. Hann lýsti yfir vanþóknun sinni á því að Netflix og Hulu hafi greitt fólki sem var viðriðið hátíðina fyrir að koma fram í myndunum, þ.e. McFarland sjálfum og framleiðslufyrirtækinu FuckJerry sem fór með markaðsmál Fyre Festival. Ja Rule, sem er áberandi í báðum heimildarmyndum, hélt því jafnframt fram á Twitter í gær að sjálfur myndi hann aldrei svindla á nokkrum manni. „Ég var líka leikinn grátt, svikinn, blekktur, gabbaður, afvegaleiddur!!“ sagði Ja Rule í einni af færslum sínum.I too was hustled, scammed, bamboozled, hood winked, lead astray!!!— Ja Rule (@Ruleyork) January 20, 2019 Bahamaeyjar Bíó og sjónvarp Fyre-hátíðin Netflix Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Skipuleggjendur Fyre Festival krafðir um 100 milljónir Bandaríkjadala Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. Hann krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. 1. maí 2017 19:13 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Tvær heimildarmyndir um hamfarahátíðina Fyre Festival komu út í síðustu viku, önnur á vegum Netflix og hin úr smiðju Hulu. Báðar myndirnar varpa nýju ljósi á lygilega viðskiptahætti skipuleggjenda, og þá einkum höfuðpaursins, Billy McFarland. Hér verður farið yfir nokkur af helstu atriðunum úr Netflix-heimildarmyndinni, sum jafnvel svívirðileg, sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan á samfélagsmiðlum síðustu daga.Innantóm samfélagsmiðlaherferð auglýsti lúxus Fyre Festival var haldin, og nær blásin af í sömu andrá, á Exuma-eyju í Bahama-eyjaklasanum í lok apríl árið 2017. Hátíðinni voru gerð greinargóð skil í fjölmiðlum á sínum tíma en þyrnum stráður aðdragandinn og skelfilegur aðbúnaður hátíðargesta vakti heimsathygli. Þannig líktu gestirnir ástandinu á eyjunni við Hungurleikana en miðar á hátíðina, sem var auglýst sem lúxustónlistarhátíð í umfangsmikilli en innantómri samfélagsmiðlaherferð, kostuðu hundruð þúsunda króna.Helsti skipuleggjandi Fyre Festival, Billy McFarland, var dæmdur í sex ára fangelsi vegna hátíðarinnar í október síðastliðnum og hefur öðrum skipuleggjendum verið gert að reiða fram milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur. Í myndbandinu hér að ofan má sjá dæmi um kynningarefni fyrir hátíðina. Hér á eftir verður farið yfir nokkur af „svívirðilegustu“ atriðunum úr Netflix-heimildarmyndinni, þar eð sú á Hulu er ekki aðgengileg íslenskum áhorfendum. Myndin varpar ljósi á alvarlega misbresti við skipulagningu hátíðarinnar og ótrúlega viðskiptahætti skipuleggjenda. Stuðst er við samantektir bandarísku miðlanna Variety og The Week.Þrjátíu milljónir fyrir eina færslu og hótanir heimamannaFyrirsæturnar Kendall Jenner og Bella Hadid eru á meðal þeirra áhrifavalda sem auglýstu Fyre Festival á samfélagsmiðlum sínum.Getty/James DevaneyKendall Jenner fékk greidda 250 þúsund Bandaríkjadali, eða um þrjátíu milljónir íslenskra króna, fyrir að birta eina færslu um hátíðina á Instagram-reikningi sínum. Jenner sést aðeins í nokkrar sekúndur í heimildarmyndinni, þar sem hún er sýnd í viðræðum við skipuleggjendur en ljóst er að færslan hafði gríðarleg áhrif. Tveimur dögum síðar var búið að selja 95 prósent miða sem í boði voru á hátíðina. Þá sökuðu skipuleggjendur Fyre Festival Bahamaeyjamenn úr starfsliði hátíðarinnar um að hafa hótað sér líkamsmeiðingum. Ráðgjafinn Marc Weinstein og viðburðastjórinn Andy King héldu þessu báðir fram í myndinni og sögðu mikla reiði hafa gripið um sig meðal heimamanna þegar þeir áttuðu sig á því að þeir ættu ekki von á greiðslu fyrir vinnu sína við hátíðina. King lýsti því til að mynda að hann hefði neyðst til að fá lánuð föt annars manns til að villa á sér heimildir, fela sig fyrir aftan þvagskál og húkka sér svo far með bíl í leyni til þess að komast óséður af eyjunni. Munnmök í skiptum fyrir vatn Téður King á svo heiðurinn að öðru sláandi atriði í myndinni sem hlotið hefur mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar segir King frá því að McFarland hafi grátbeðið sig um að veita tollstjóra eyjaklasans munnmök í stað þess að borga andvirði 21 milljónar íslenskra króna fyrir tollmeðferð á innfluttu vatni fyrir hátíðargesti. King sagðist hafa farið á fund tollstjórans, tilbúinn að „fórna sér fyrir málstaðinn“, þegar sá síðarnefndi sagðist myndu hreinlega leyfa þeim að leysa út vatnið og borga fyrir það síðar. Og King andaði léttar. Frásögnina má sjá í myndbandinu hér að neðan.Ayooooooo this Fyre Festival Documentary is WILDpic.twitter.com/HbCiJA5Dqf— DDotOmen.com (@DDotOmenBlog) January 19, 2019 Þá er ljóst að skipuleggjendur Fyre Festival snuðuðu fjölmarga heimamenn sem störfuðu við hátíðina. Frásögn MaryAnn Rolle, eiganda veitingastaðar sem skipuleggjendur Fyre Festival áttu í viðskiptum við, vakti mikla samúð netverja. Fyrstu hátíðargestirnir voru sendir á veitingastað Rolle, án alls fyrirvara, og var hún fengin til að reiða fram mat og drykk við komuna. Hún fékk hins vegar aldrei greitt fyrir þjónustuna og þurfti að eyða öllu sparifé sínu, um 50 þúsund Bandaríkadölum eða um sex milljónum íslenskra króna, til að greiða starfsfólki sínu laun. Nú hafa netverjar hins vegar tekið höndum saman, Rolle til aðstoðar. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 160 þúsund dalir, eða um 19 milljónir króna, í GoFundMe-síðu sem Rolle deildi sjálf eftir útgáfu myndarinnar. Þá hefur rapparinn Ja Rule, einn skipuleggjenda Fyre Festival, beðið Rolle afsökunar.Tengslin við Pablo Escobar Áhættusækni McFarland, höfuðpaurs Fyre Festival, virðist jafnframt engin takmörk sett. Stuttu eftir að honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu vegna ákæru í tengslum við Fyre Festival hleypti hann annarri svikamyllu af stokkunum, fyrirtækinu NYC VIP Access. Fyrirtækið herjaði á gesti Fyre Festival í gegnum tölvupóst og bauð þeim miða á ýmsa stórviðburði. Þar var þó einn hængur á – miðarnir voru, og höfðu aldrei verið, fáanlegir. Talið er að McFarland hafi grætt um 100 þúsund Bandaríkjadali á svindlinu. McFarland sagðist einnig hafa keypt eyjuna Norman‘s Cay, þar sem Fyre Festival átti upphaflega að fara fram. Hin meintu kaup notaði McFarland m.a. til að fá fjárfesta til að dæla fé í hátíðina en að síðustu kom í ljós að kaupin höfðu aldrei gengið í gegn. Þegar hinn raunverulegi eigandi eyjunnar frétti svo af því að tengsl hennar við eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar væru notuð í auglýsingaherferð fyrir hátíðina dró hann eyjuna aftur til sín. Þar með þurftu skipuleggjendur að finna nýjan stað fyrir hátíðina, aðeins nokkrum mánuðum áður en átti að halda hana.Sjá einnig: Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Þá mátti heyra lygilegar lýsingar hátíðargesta á ástandinu á Fyre Festival en eins og áður hefur komið fram var aðbúnaður hinn skelfilegasti. Þar bar líklega hæst frásögn ungs manns sem viðurkenndi að hafa, ásamt vinum sínum, lagt nærliggjandi tjöld í rúst svo að aðrir gestir myndu ekki búa sér næturstað í þeim. „Ég byrjaði bara að stinga göt og velta dýnum og félagi minn pissaði á nokkur rúm,“ sagði maðurinn í heimildarmyndinni.Ja Rule segist aldrei hafa ætlað að plata neinn.Vísir/GettyJa Rule segist svikinn og svekktur Rapparinn Ja Rule, viðskiptafélagi McFarland og einn aðalskipuleggjenda Fyre Festival, hefur gagnrýnt framleiðendur beggja heimildarmynda. Hann lýsti yfir vanþóknun sinni á því að Netflix og Hulu hafi greitt fólki sem var viðriðið hátíðina fyrir að koma fram í myndunum, þ.e. McFarland sjálfum og framleiðslufyrirtækinu FuckJerry sem fór með markaðsmál Fyre Festival. Ja Rule, sem er áberandi í báðum heimildarmyndum, hélt því jafnframt fram á Twitter í gær að sjálfur myndi hann aldrei svindla á nokkrum manni. „Ég var líka leikinn grátt, svikinn, blekktur, gabbaður, afvegaleiddur!!“ sagði Ja Rule í einni af færslum sínum.I too was hustled, scammed, bamboozled, hood winked, lead astray!!!— Ja Rule (@Ruleyork) January 20, 2019
Bahamaeyjar Bíó og sjónvarp Fyre-hátíðin Netflix Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Skipuleggjendur Fyre Festival krafðir um 100 milljónir Bandaríkjadala Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. Hann krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. 1. maí 2017 19:13 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21
Skipuleggjendur Fyre Festival krafðir um 100 milljónir Bandaríkjadala Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. Hann krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. 1. maí 2017 19:13
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50
Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30