Óðinn ráðinn verkefnastjóri Bílgreinasambandsins Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 14:04 Óðinn Valdimarsson. Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar. Vistaskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar.
Vistaskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira