Elta sauðfé í þjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:45 Frá Þingvöllum. „Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
„Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira