Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. febrúar 2019 11:54 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17