Undirbýr sölu á stórum hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Hlutabréfaverð Arion hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum. vísir/anton brink Kaupþing, stærsti hluthafi Arion banka með um þriðjungshlut, undirbýr nú sölu á stórum hlut sínum í bankanum, að öllum líkindum að lágmarki samtals tíu prósenta hlut. Gert er ráð fyrir að salan fari fram á næstu vikum, mögulega strax síðar í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa Arion banka á hlutabréfamarkaði er tíu prósenta hlutur í bankanum metinn á um 14,5 milljarða króna. Áform Kaupþings gera ráð fyrir að söluferlið fari fram með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) þar sem hlutir í bankanum verða seldir í gegn um fjárfestingarbanka og verðbréfafyrirtæki til fjárfesta á verði sem er nálægt því sem bréfin eru að ganga sölum og kaupum á á markaði. Slíkt ferli felur í sér að tilboð er þá gefið út til hóps fjárfesta og þeim gefinn mjög stuttur frestur, aðeins einn eða tveir dagar, til að skrá sig fyrir hlutum í bankanum. Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem fer núna með 7,15 prósenta hlut í Arion banka, seldu sem kunnugt er samanlagt um 29 prósenta hlut í hlutafjárútboði bankans í júní í fyrra. Við skráningu Arion banka í kjölfarið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi var Kaupþingi, ásamt Attestor, Taconic Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs, óheimilt að eiga viðskipti með bréf sín í bankanum í sex mánuði. Þeim söluhömlum lauk 20. desember síðastliðinn. Goldman og vogunarsjóðirnir þrír komu fyrst inn í hluthafahóp Arion banka þegar þeir keyptu tæplega 30 prósenta hlut af Kaupþingi í bankanum í mars árið 2017. Selji Kaupþing tveggja prósenta hlut eða meira í Arion banka, eins og félagið stefnir að, þá mun vogunarsjóðunum og Goldman Sachs bjóðast að koma inn í þau viðskipti og selja á sama gengi í hlutfalli við skráða eignarhluti þeirra í bankanum (pro rata). Það er á grundvelli samkomulags sem Kaupþing og aðrir stærstu hluthafar Arion banka gerðu með sér um skipulegt söluferli eftir að söluhömlum yrði aflétt, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt er hins vegar talið að aðrir en Attestor muni á þessum tímapunkti selja í samfloti með Kaupþingi en vitað er að vogunarsjóðurinn lítur ekki á eignarhlut sinn í Arion banka sem langtímafjárfestingu. Þrátt fyrir að samanlagður eignarhlutur Kaupþings og Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í Arion banka, sé tæplega 43 prósent þá takmarkast heildaratkvæðisréttur þeirra í bankanum við þriðjungshlut. Það grundvallast á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að Kaupþing og Taconic séu skilgreindir sem tengdir aðilar, en vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins með nærri helmingshlut. Kaupþing horfir því til þess, ekki hvað síst af þessum sökum, að selja sem fyrr segir að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða bankar og verðbréfafyrirtæki verða fengnir sem ráðgjafar Kaupþings við söluferlið. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir því að þar verði einkum um að ræða þá sömu og voru söluráðgjafar við hlutafjárútboð Arion banka á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því síðustu vikur að fá fjárfesta, innlenda sem erlenda, til að koma að kaupum á stórum hlut Kaupþings í Arion banka eru Fossar markaðir, Kvika banki og Íslenskir fjárfestar. Arion banki mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða í dag, miðvikudag, en á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður bankans rúmlega 6,1 milljarður og dróst saman um 41 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þá var arðsemi eigin fjár á tímabilinu aðeins 3,9 prósent. Hlutabréfaverð bankans stendur núna í 79,8 krónum á hlut og hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kaupþing, stærsti hluthafi Arion banka með um þriðjungshlut, undirbýr nú sölu á stórum hlut sínum í bankanum, að öllum líkindum að lágmarki samtals tíu prósenta hlut. Gert er ráð fyrir að salan fari fram á næstu vikum, mögulega strax síðar í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa Arion banka á hlutabréfamarkaði er tíu prósenta hlutur í bankanum metinn á um 14,5 milljarða króna. Áform Kaupþings gera ráð fyrir að söluferlið fari fram með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) þar sem hlutir í bankanum verða seldir í gegn um fjárfestingarbanka og verðbréfafyrirtæki til fjárfesta á verði sem er nálægt því sem bréfin eru að ganga sölum og kaupum á á markaði. Slíkt ferli felur í sér að tilboð er þá gefið út til hóps fjárfesta og þeim gefinn mjög stuttur frestur, aðeins einn eða tveir dagar, til að skrá sig fyrir hlutum í bankanum. Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem fer núna með 7,15 prósenta hlut í Arion banka, seldu sem kunnugt er samanlagt um 29 prósenta hlut í hlutafjárútboði bankans í júní í fyrra. Við skráningu Arion banka í kjölfarið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi var Kaupþingi, ásamt Attestor, Taconic Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs, óheimilt að eiga viðskipti með bréf sín í bankanum í sex mánuði. Þeim söluhömlum lauk 20. desember síðastliðinn. Goldman og vogunarsjóðirnir þrír komu fyrst inn í hluthafahóp Arion banka þegar þeir keyptu tæplega 30 prósenta hlut af Kaupþingi í bankanum í mars árið 2017. Selji Kaupþing tveggja prósenta hlut eða meira í Arion banka, eins og félagið stefnir að, þá mun vogunarsjóðunum og Goldman Sachs bjóðast að koma inn í þau viðskipti og selja á sama gengi í hlutfalli við skráða eignarhluti þeirra í bankanum (pro rata). Það er á grundvelli samkomulags sem Kaupþing og aðrir stærstu hluthafar Arion banka gerðu með sér um skipulegt söluferli eftir að söluhömlum yrði aflétt, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt er hins vegar talið að aðrir en Attestor muni á þessum tímapunkti selja í samfloti með Kaupþingi en vitað er að vogunarsjóðurinn lítur ekki á eignarhlut sinn í Arion banka sem langtímafjárfestingu. Þrátt fyrir að samanlagður eignarhlutur Kaupþings og Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í Arion banka, sé tæplega 43 prósent þá takmarkast heildaratkvæðisréttur þeirra í bankanum við þriðjungshlut. Það grundvallast á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að Kaupþing og Taconic séu skilgreindir sem tengdir aðilar, en vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins með nærri helmingshlut. Kaupþing horfir því til þess, ekki hvað síst af þessum sökum, að selja sem fyrr segir að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða bankar og verðbréfafyrirtæki verða fengnir sem ráðgjafar Kaupþings við söluferlið. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir því að þar verði einkum um að ræða þá sömu og voru söluráðgjafar við hlutafjárútboð Arion banka á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því síðustu vikur að fá fjárfesta, innlenda sem erlenda, til að koma að kaupum á stórum hlut Kaupþings í Arion banka eru Fossar markaðir, Kvika banki og Íslenskir fjárfestar. Arion banki mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða í dag, miðvikudag, en á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður bankans rúmlega 6,1 milljarður og dróst saman um 41 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þá var arðsemi eigin fjár á tímabilinu aðeins 3,9 prósent. Hlutabréfaverð bankans stendur núna í 79,8 krónum á hlut og hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira