Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 19:27 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15