Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla vatnsdeigsbollur sem voru vanmerktar með tilliti til ofnmæis- og óþolsvalds, mjólkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllunni.
Stærstur hluti vatnsdeigsbolla á markaði er í tilkynningunni sagður rétt merktur. Frá og með 1. mars verði allar bollur rétt merktar. Því miður hafi gamlir límmiðar farið á hluta framleiðslunnar sem fór í dreifingu í dag, 28. febrúar.
Neytendur með mjólkuróþol eða mjólkurofnæmi eru varaðir við að neyta vörunnar. Segir að varan sé örugg þeim sem ekki hafi mjólkurofnæmi eða mjólkuróþol. Biður Myllan viðskiptavini sína innilegrar velvirðingar á mistökunum. Hægt er að skila bollunum í verslanir þar sem þær voru keyptar.
Vörurnar sem um ræðir eru:
Vnr. 2267 Myllu vatnsdeigsbollur 6stk - strikamerki 5690568022672
Vnr. 2269 Myllu vatnsdeigsbollur litlar 6stk - strikamerki 5690568022696
Myllan innkallar vatnsdeigsbollur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Hvar er opið um páskana?
Neytendur

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent


Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi
Viðskipti innlent


Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Spotify liggur niðri
Neytendur
