Ég lifi tvöföldu lífi Björk Eiðsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:45 Margrét segir hana og son hennar hafa gaman af því að fá að taka þátt í sveitastörfunum í Freysnesi. Margrét Gauja Magnúsdóttir hætti sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði síðasta vor og söðlaði svo sannarlega um en nú skiptir hún lífi sínu á milli Hafnarfjarðar og Skaftafells. „Þegar ég hætti sem bæjarfulltrúi hafði ég starfað sem leiðsögumaður hjá Tröllaferðum. Það hafði ég gert meðfram pólitíkinni allt frá því ég flutti aftur í Hafnarfjörðinn frá Höfn í Hornafirði. Síðasta sumar vissi ég í raun ekkert hvað myndi taka við hjá mér en upplifði þó aldrei kvíða, frekar eftirvæntingu og spennu. Þegar ég var lítil, eða 18 og 19 ára, var ég svo heppin að fá sumarvinnu sem þjónn á Hótel Skaftafelli og kynntist þar eigendunum, þeim Önnu Maríu og Jóni. Við höfum alltaf haldið sambandi og þau buðu mér að koma aftur „heim“ og leggjast á árarnar með þeim að reka hótelið og taka þátt í breytingum. Ég hef mjög sterkar taugar til Skaftafells og líður hvergi betur en að ganga á jökli og því stökk ég á verkefnið og sé ekki eftir því,“ útskýrir Margrét aðspurð út í umskiptin. Aðspurð út í umskiptin, en Margrét er þriggja barna móðir, svarar hún: „Ég lifi tvöföldu lífi, er viku í Hafnarfirði og viku í Skaftafelli. Helgarnar sem ég er fyrir austan er fjölskyldan mín dugleg að koma til mín. Sonur minn er orðin heimalningur hér í Freysnesi, svona eins og kindurnar sem búa hér. Við elskum að fara á kvöldin og taka þátt í að gefa og eigum orðið „okkar“ kindur. Stefán Freyr, bóndinn í Freysnesi er með okkur í læri og ég held að honum finnist það ógeðslega fyndið hvað við vitum akkúrat ekki neitt um sveitastörfin,“ segir Margrét og hlær.Margrét elskar að vera á jöklum gólandi yfir fólki um hlýnun jarðar eða að plotta heimsyfirráð með vinum. Hér með æskuvinkonunni Svölu Björgvins.Pólitískt hjarta mitt slær fyrir landsbyggðina Margrét er ekki alls óvön því að skipta um gír en hún flutti ásamt fjölskyldunni til Hafnar í Hornafirði fyrir nokkrum árum þar sem eiginmaður hennar réði sig til starfa. „Sá flutningur reyndist mér erfiður, eflaust þar sem hann var ekki á mínum forsendum og ég fór mjög snögglega frá mínum verkefnum og skuldbindingum í Hafnarfirði. En ég sé samt alls ekki eftir þessum tveimur árum á Höfn, því að búa úti á landi er allt annað en að búa á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur auðvitað allt sína kosti og galla en þegar ég heyri fólk segja að það langi að breyta til og flytja til útlanda, þá hvet ég það til að prófa að flytja út á land fyrst því það er mögnuð reynsla líka. Að kynnast landinu sínu frá þeirri hlið og átta sig á hvað við búum á magnaðri eyju.“ Margrét mælir þó með því að velja stað þar sem einhver tengsl eru fyrir, vinir eða ættingjar og skemmtileg verkefni. „En ætli dýpsti lærdómurinn af því að búa í 500 kílómetra fjarlægð frá Hafnarfirði hafi ekki verið hversu ótrúlega lánsöm við erum með aðgengi að þjónustu og sérfræðingum á höfuðborgarsvæðinu og mættum stundum hætta að kvarta og átta okkur á að mörg smáatriði, gera ekki eitt aðalatriði. Ég var á þessum tíma varaþingmaður fyrir Kragann en eftir að ég flutti á Höfn fór ég ekki upp í pontu á Alþingi nema til að ræða landsbyggðina. Það var gert nokkuð mikið grín af mér en hjarta mitt í pólitík slær í dag heitar fyrir landsbyggðina og fólkið sem þar býr.“Margrét ásamt eiginmanni sínum Davíð Arnari og dóttur þeirra Rósu.Margrét viðurkennir að tvöfalda lífið geti tekið á og kvöldið áður en hún yfirgefur fjölskylduna skapi alltaf ákveðinn kvíða. „Auðvitað sakna ég þeirra og þau mín en þetta gengur ennþá ágætlega og þegar ég er heima er ég ofurmamman sem skutlar öllum allt og bíð heima með snúð og kakó þegar þau koma heim úr skólanum. Svo er ég líka bara fáránlega vel gift, Davíð Arnar, maðurinn minn, er dásamlegur húskarl sem elskar að vera heima, elda og dúlla. Ég er bara ekki þannig og hef aldrei verið. Ég elska að vera uppi á jöklum, gólandi yfir fólki um hlýnun jarðar eða að plotta heimsyfirráð með vinum mínum,“ segir Margrét ákveðin. „Margrét Gauja, hvernig komstu þér eiginlega hingað?“ Aðspurð út í framhaldið segist Margrét búin að læra að taka einn dag í einu og aldrei að segja aldrei. „Stundum sit ég og hugsa: Margrét Gauja, hvernig komstu þér eiginlega hingað?“ En innra með henni berjist öryggis- og spennufíkillinn. „Ég fæ sirka tvær til þrjár hugmyndir á dag og er byrjuð að ganga með bók á mér og skrifa þær niður. Kannski verður eitthvað úr einhverri af þeim einn daginn. Þangað til held ég mínu striki og stefni á að halda áfram að taka þátt í að gera Hótel Skaftafell að enn betra hóteli og vinnustað, halda áfram að gifta fólk um allt land sem athafnastjóri hjá Siðmennt og skunda upp jökla. Svo er að byrja sauðburður bráðum og ég er að brjálast úr spennu. Eitt er þó á langtímaplaninu og það er að ganga á Hvannadalshnjúk í maí. Nú er ég búin að segja það upphátt og það í Fréttablaðinu og því engin leið fyrir mig að beila á því núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir hætti sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði síðasta vor og söðlaði svo sannarlega um en nú skiptir hún lífi sínu á milli Hafnarfjarðar og Skaftafells. „Þegar ég hætti sem bæjarfulltrúi hafði ég starfað sem leiðsögumaður hjá Tröllaferðum. Það hafði ég gert meðfram pólitíkinni allt frá því ég flutti aftur í Hafnarfjörðinn frá Höfn í Hornafirði. Síðasta sumar vissi ég í raun ekkert hvað myndi taka við hjá mér en upplifði þó aldrei kvíða, frekar eftirvæntingu og spennu. Þegar ég var lítil, eða 18 og 19 ára, var ég svo heppin að fá sumarvinnu sem þjónn á Hótel Skaftafelli og kynntist þar eigendunum, þeim Önnu Maríu og Jóni. Við höfum alltaf haldið sambandi og þau buðu mér að koma aftur „heim“ og leggjast á árarnar með þeim að reka hótelið og taka þátt í breytingum. Ég hef mjög sterkar taugar til Skaftafells og líður hvergi betur en að ganga á jökli og því stökk ég á verkefnið og sé ekki eftir því,“ útskýrir Margrét aðspurð út í umskiptin. Aðspurð út í umskiptin, en Margrét er þriggja barna móðir, svarar hún: „Ég lifi tvöföldu lífi, er viku í Hafnarfirði og viku í Skaftafelli. Helgarnar sem ég er fyrir austan er fjölskyldan mín dugleg að koma til mín. Sonur minn er orðin heimalningur hér í Freysnesi, svona eins og kindurnar sem búa hér. Við elskum að fara á kvöldin og taka þátt í að gefa og eigum orðið „okkar“ kindur. Stefán Freyr, bóndinn í Freysnesi er með okkur í læri og ég held að honum finnist það ógeðslega fyndið hvað við vitum akkúrat ekki neitt um sveitastörfin,“ segir Margrét og hlær.Margrét elskar að vera á jöklum gólandi yfir fólki um hlýnun jarðar eða að plotta heimsyfirráð með vinum. Hér með æskuvinkonunni Svölu Björgvins.Pólitískt hjarta mitt slær fyrir landsbyggðina Margrét er ekki alls óvön því að skipta um gír en hún flutti ásamt fjölskyldunni til Hafnar í Hornafirði fyrir nokkrum árum þar sem eiginmaður hennar réði sig til starfa. „Sá flutningur reyndist mér erfiður, eflaust þar sem hann var ekki á mínum forsendum og ég fór mjög snögglega frá mínum verkefnum og skuldbindingum í Hafnarfirði. En ég sé samt alls ekki eftir þessum tveimur árum á Höfn, því að búa úti á landi er allt annað en að búa á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur auðvitað allt sína kosti og galla en þegar ég heyri fólk segja að það langi að breyta til og flytja til útlanda, þá hvet ég það til að prófa að flytja út á land fyrst því það er mögnuð reynsla líka. Að kynnast landinu sínu frá þeirri hlið og átta sig á hvað við búum á magnaðri eyju.“ Margrét mælir þó með því að velja stað þar sem einhver tengsl eru fyrir, vinir eða ættingjar og skemmtileg verkefni. „En ætli dýpsti lærdómurinn af því að búa í 500 kílómetra fjarlægð frá Hafnarfirði hafi ekki verið hversu ótrúlega lánsöm við erum með aðgengi að þjónustu og sérfræðingum á höfuðborgarsvæðinu og mættum stundum hætta að kvarta og átta okkur á að mörg smáatriði, gera ekki eitt aðalatriði. Ég var á þessum tíma varaþingmaður fyrir Kragann en eftir að ég flutti á Höfn fór ég ekki upp í pontu á Alþingi nema til að ræða landsbyggðina. Það var gert nokkuð mikið grín af mér en hjarta mitt í pólitík slær í dag heitar fyrir landsbyggðina og fólkið sem þar býr.“Margrét ásamt eiginmanni sínum Davíð Arnari og dóttur þeirra Rósu.Margrét viðurkennir að tvöfalda lífið geti tekið á og kvöldið áður en hún yfirgefur fjölskylduna skapi alltaf ákveðinn kvíða. „Auðvitað sakna ég þeirra og þau mín en þetta gengur ennþá ágætlega og þegar ég er heima er ég ofurmamman sem skutlar öllum allt og bíð heima með snúð og kakó þegar þau koma heim úr skólanum. Svo er ég líka bara fáránlega vel gift, Davíð Arnar, maðurinn minn, er dásamlegur húskarl sem elskar að vera heima, elda og dúlla. Ég er bara ekki þannig og hef aldrei verið. Ég elska að vera uppi á jöklum, gólandi yfir fólki um hlýnun jarðar eða að plotta heimsyfirráð með vinum mínum,“ segir Margrét ákveðin. „Margrét Gauja, hvernig komstu þér eiginlega hingað?“ Aðspurð út í framhaldið segist Margrét búin að læra að taka einn dag í einu og aldrei að segja aldrei. „Stundum sit ég og hugsa: Margrét Gauja, hvernig komstu þér eiginlega hingað?“ En innra með henni berjist öryggis- og spennufíkillinn. „Ég fæ sirka tvær til þrjár hugmyndir á dag og er byrjuð að ganga með bók á mér og skrifa þær niður. Kannski verður eitthvað úr einhverri af þeim einn daginn. Þangað til held ég mínu striki og stefni á að halda áfram að taka þátt í að gera Hótel Skaftafell að enn betra hóteli og vinnustað, halda áfram að gifta fólk um allt land sem athafnastjóri hjá Siðmennt og skunda upp jökla. Svo er að byrja sauðburður bráðum og ég er að brjálast úr spennu. Eitt er þó á langtímaplaninu og það er að ganga á Hvannadalshnjúk í maí. Nú er ég búin að segja það upphátt og það í Fréttablaðinu og því engin leið fyrir mig að beila á því núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira