Rekstur hótela í járnum þó ekki komi til launahækkana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. mars 2019 07:15 Viðskiptaráð segir vísbendingar um að harðna muni á dalnum í ár hjá ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/ Ernir Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira
Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira