Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þeim tækniframförum sem eru að verða í fjórðu iðnbyltingunni en aðalræðumaður á ráðstefnunni er Greg Williams, aðalritstjóri WIRED Magazine.
Að auki munu Margrét Sanders, fráfarandi formaður SVÞ, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru connect ehf. halda erindi.
Fundarstjóri verður Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og formaður stýrihóps um gerð nýsköpunarstefnu Íslands.
Beina útsendingu frá ráðstefnunni má sjá hér fyrir neðan.