Gísli S. Brynjólfsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair (e. Director of Global Marketing).
Í tilkynningu frá flugfélaginu er ferill Gísla reifaður. Þar segir meðal annars að hann hafi starfað hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu í 15 ár, þar af síðastliðin átta ár sem framkvæmdastjóri.
„Áður starfaði hann sem sölu- og kynningarstjóri hjá Skýrr hf., eða á árunum 1999 til 2002. Gísli sat í stjórn Ímark frá 2011 til 2014. Gísli er með BSc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MSc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Ecole de Management í Frakklandi,“ segir þar meðal annars.
Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair Group, í sömu tilkynningu að þau séu ánægð að fá Gísla í sínar raðir. „Hann hefur verið þungavigtarmaður í markaðsmálum á Íslandi til margra ára og það er verðmætt fyrir Icelandair að fá hann til að stýra þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir.
Gísli er giftur Sigríði Önnu Árnadóttur viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði hjá Landsbankanum og eiga þau þrjú börn.
Frá Hvíta húsinu til Icelandair
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent



VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent