Breiðablik vann hádramatískan sigur á KR í Frostaskjóli í Domino's deild kvenna í kvöld.
Ivory Crawford skoraði sigurstigið úr vítakasti þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Breiðabliki 87-86 sigur.
KR var betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi 55-37 í hálfleik. Þriðji leikhluti var hins vegar afleitur hjá KR sem skoraði bara 9 stig á meðan Blikar settu 33 og var með sex stiga forskot fyrir fjórða leikhlutann.
Orla O'Reilly jafnaði leikinn fyrir KR þegar fjórar sekúndur voru eftir, KR-ingar brutu svo á Crawford og sendu hana á vítalínuna þar sem hún tryggði Blikum sigur.
Þetta tap getur reynst rándýrt fyrir KR sem er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni á meðan Breiðablik situr á botni deildarinnar.
Snæfell vann átta stiga sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Snæfell sem jafnar þar með KR að stigum í fjórða sæti deildarinnar.
Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig en Snæfell vann 71-63 sigur. Skallagrímur leiddi eftir fyrsta leikhlutan en Snæfell var yfir í hálfleik 34-39.
Breiðablik vann dramatískan sigur á KR
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
