Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2019 06:15 Skúli Mogensen. vísir/vilhelm Tilraun Skúla Mogensen til þess að snúa aftur og endurreisa flugfélagið WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Rætt er um að lágmarksfjárhæð sem verði hægt að leggja til verkefnisins verði um 200-250 þúsund íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa skiptastjórar þrotabús WOW tekið vel í hugmyndir um að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum á þriggja mánaða uppsagnarfresti sem þeir eiga inni hjá hinu fallna WOW air. Slíkt sé samfélagslega ábyrgt og til þess fallið að almennir kröfuhafar eigi meiri möguleika á heimtum úr þrotabúinu. Í staðinn fær Skúli að halda vörumerkinu WOW. Líkt og fram hefur komið hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air, sem var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir 11 dögum, endurvekja rekstur flugfélagsins. Þeir leita nú fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin. Fjársterkir aðilar tengdir ferðaþjónustunni hafa um helgina skoðað fjárfestingu í endurreisn WOW. Um er að ræða innlenda og erlenda fjárfesta. Helsta fyrirstaða þess að Skúla takist ætlunarverkið að mati heimildarmanna blaðsins er sú að tímaramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa auðar mikið lengur en út vikuna. Líkt og fram kom í kynningu til fjárfesta og frettabladid.is greindi fyrst frá síðastliðinn fimmtudag hugðust Skúli og aðrir sem munu koma að stofnun félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu fara með 49 prósenta hlut. Þetta hafa þeir fjárfestar sem blaðið hefur rætt við ekki sagst geta sætt sig við. Þeir hafa farið fram á að eignast allt að 80 prósenta hlut í nýja félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tilraun Skúla Mogensen til þess að snúa aftur og endurreisa flugfélagið WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Rætt er um að lágmarksfjárhæð sem verði hægt að leggja til verkefnisins verði um 200-250 þúsund íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa skiptastjórar þrotabús WOW tekið vel í hugmyndir um að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum á þriggja mánaða uppsagnarfresti sem þeir eiga inni hjá hinu fallna WOW air. Slíkt sé samfélagslega ábyrgt og til þess fallið að almennir kröfuhafar eigi meiri möguleika á heimtum úr þrotabúinu. Í staðinn fær Skúli að halda vörumerkinu WOW. Líkt og fram hefur komið hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air, sem var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir 11 dögum, endurvekja rekstur flugfélagsins. Þeir leita nú fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin. Fjársterkir aðilar tengdir ferðaþjónustunni hafa um helgina skoðað fjárfestingu í endurreisn WOW. Um er að ræða innlenda og erlenda fjárfesta. Helsta fyrirstaða þess að Skúla takist ætlunarverkið að mati heimildarmanna blaðsins er sú að tímaramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa auðar mikið lengur en út vikuna. Líkt og fram kom í kynningu til fjárfesta og frettabladid.is greindi fyrst frá síðastliðinn fimmtudag hugðust Skúli og aðrir sem munu koma að stofnun félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu fara með 49 prósenta hlut. Þetta hafa þeir fjárfestar sem blaðið hefur rætt við ekki sagst geta sætt sig við. Þeir hafa farið fram á að eignast allt að 80 prósenta hlut í nýja félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20
Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20