Hekla hefur innkallað nýlegar Volkswagen Polo-bifreiðar vegna galla í handbremsu. Um er að ræða bíla af árgerðunum 2018 og 2019, alls 246 bifreiðar.
Ástæða innköllunarinnar er sögð á vef Neytendastofu vera að í bifreiðum með skálabremsum að aftan gæti stilliró í handbremsu ekki virkað sem skildi.
Við skoðun á bílnum er því handbremsan könnuð og lagfærð, ef þurfa þykir. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
