37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 11:17 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira