Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 10:14 Útflutningshorfur hafa versnað eftir fall WOW air. Vísir/Vilhelm Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira