Tvær tilkynningar bárust Vinnumálastofnun í maí um hópuppsagnir þar sem 53 starfsmönnum samanlagt var sagt upp störfum á tveimur stöðum. Áður hefur verið greint frá uppsögn 34 starfsmanna hjá Isavia en í tilkynningu frá Vinnumálastofnun kemur fram að nítján hafi verið sagt upp í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Fréttastofa sendi Vinnumálastofnun fyrirspurn varðandi það hvaða aðili sagði upp 19 manns í heilbrigðis- og félagsþjónustu í maí. Þau svör fengust að þær upplýsingar væru almennt ekki veittar. Vísir hefur á grundvelli upplýsingalaga óskað eftir svörum um það hvaða fyrirtæki um ræðir. Er málið á borði forstjóra og lögfræðings Vinnumálastofnunar.
Auk fyrrnefndra hópuppsagna var fjöldi annarra uppsagna í maí. Þannig misstu 24 flugmenn hjá Icelandair vinnuna, tólf starfsmenn Heklu, níu starfsmenn hjá Arion banka og sextán hjá Íslandsbanka.
Nítján sagt upp í heilbrigðis- og félagsþjónustu í maí
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Hvar er opið um páskana?
Neytendur


Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi
Viðskipti innlent



Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Spotify liggur niðri
Neytendur


Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent