Ætlar að dusta rykið af golfkylfunum 5. júní 2019 08:45 Ingunn Agnes Kro situr í stjórnum Iceland Seafood International, Íslenskra fjárfesta og Félags lögfræðinga í fyrirtækjum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ingunn Agnes Kro er fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs hjá Skeljungi. Ingunn hefur starfað hjá Skeljungi frá árinu 2009, fyrst sem yfirlögfræðingur og síðar einnig sem ritari stjórnar og regluvörður. Síðastliðin tvö ár hefur Ingunn gegnt starfi framkvæmdastjóra skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, þar sem hún hefur borið ábyrgð á samskiptum við helstu haghafa fyrirtækisins; markaðsmálum, samfélagsábyrgðarmálum, mannauðsmálum og lögfræðimálum, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf.Nám: Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, BA og MA í lögfræði frá Háskóla Íslands, héraðsdómslögmannsréttindi og verðbréfamiðlarapróf.Störf: Fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs og framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf. Áður yfirlögfræðingur og ritari stjórnar, ásamt því að vera regluvörður frá skráningu Skeljungs í Kauphöll. Þar áður lögfræðingur hjá Landslögum – lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Sit í stjórn Iceland Seafood International hf., Íslenskra fjárfesta hf. og Félags lögfræðinga í fyrirtækjum.Fjölskylduhagir: Gift Hjalta Þór Pálmasyni, framkvæmdastjóra framkvæmda hjá Mannverki ehf. Á þrjár dætur, Ylfu, 9 ára, Hrefnu, 7 ára, og Brynju, 4 ára.Hver eru þín helstu áhugamál? Það kann að hljóma sorglegt en í langan tíma var vinnan mitt helsta áhugamál. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna í gríðarlega áhugaverðum málum, krefjandi en skemmtilegum, með frábæru fólki og það sem mér finnst skemmtilegt að gera er að brjóta heilann og finna út úr hlutunum.Eftir að dæturnar fæddust áttaði ég mig hins vegar á því að vinnan var ekki sérlega fjölskylduvænt áhugamál. Þess vegna til dæmis fór ég að læra á skíði. Ég er reyndar betri að skíða aftur á bak, því að mitt hlutverk hefur verið að sinna yngsta barninu hverju sinni í barnabrekkunni. Nú er þannig fyrir mér komið að allar dæturnar eru orðnar betri en ég á skíðum. Ég hlakka því til að fara að skíða áfram næsta vetur. Svo í vetur fór ég að skauta. Það er afar kómísk sjón en mjög skemmtilegt. Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt í göngutúrum en ég sé fyrir mér að taka nokkra skautahringi í staðinn. Svo hefur mér alltaf þótt gaman að ferðast.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég var í æsku algjör bókaormur og var snemma farin að lesa fyrir hina krakkana á leikskólanum. Eins og gefur að skilja hefur síðasti áratugurinn helst farið í það að lesa barnabækur. Ég gæti reynt að hljóma gáfulega en staðreyndin er sú að því meira sem er að gera í vinnunni, því betur kann ég að meta heimskulega hluti í frítímanum. Síðasta bókin sem ég las var því The girl with the lower back tattoo, sem er sjálfsævisaga Amy Schumer.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfi olíufélaga? Það dylst væntanlega engum að orkuskiptin verða mikil breyting fyrir þau fyrirtæki sem hafa hingað til byggt afkomu sína á sölu jarðefnaeldsneytis. En í orkuskiptunum felast líka tækifæri. Skeljungur / Orkan byggði í fyrra tvær vetnisstöðvar. Vetni er hreinn, innlendur og mjög orkuríkur orkugjafi. Vetni er sérstaklega heppilegt fyrir stærri bifreiðar og lengri akstur og svo þá sem ekki geta hlaðið heima hjá sér. Í ár opnuðum við svo fjölorkustöð að Miklubraut. Þar er hægt að kaupa vetni, metan og rafmagn, auk jarðefnaeldsneytis. Fólk þarf eftir sem áður að komast á milli staða.Hvað veldur því að þú lætur af störfum á þessum tímapunkti? Þegar ég hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir nær tíu árum síðan hafði ég í hreinskilni sagt ekki séð fyrir mér að ég myndi staldra svona lengi við. En svo leiddu skemmtileg verkefni og samstarfsfólk til þess að tíminn leið hratt. Þeim áhersluatriðum sem mér voru falin með nýju samskiptasviði hefur nú verið komið á réttan kjöl; betri samskiptum við starfsmenn, viðskiptavini, hluthafa og fjölmiðla. Uppbyggingu vetnisstöðvanna er lokið og samstarfinu við Votlendissjóðinn um kolefnisjöfnun Skeljungs / Orkunnar og möguleikanum á kolefnisjöfnun á einfaldan hátt fyrir viðskiptavini hefur verið ýtt úr vör. Það var áskorun að skapa nýjan farveg endurnýjanlegra orkugjafa og samfélagsábyrgðar sem snerist um kolefnisjöfnun í fyrirtæki sem hefur selt jarðefnaeldsneyti í 90 ár. Þau verkefni eru nú í höfn og þá er tímabært að róa á ný mið.Hvað tekur við? Fyrst ætla ég að dusta rykið af golfkylfunum mínum og hringja í þær sem hafa lofað mér golfhring í gegnum tíðina. Svo býst ég við því að mér verði farið að leiðast í haust og að ég fari þá að leita að nýju og spennandi starfsumhverfi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ingunn Agnes Kro er fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs hjá Skeljungi. Ingunn hefur starfað hjá Skeljungi frá árinu 2009, fyrst sem yfirlögfræðingur og síðar einnig sem ritari stjórnar og regluvörður. Síðastliðin tvö ár hefur Ingunn gegnt starfi framkvæmdastjóra skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, þar sem hún hefur borið ábyrgð á samskiptum við helstu haghafa fyrirtækisins; markaðsmálum, samfélagsábyrgðarmálum, mannauðsmálum og lögfræðimálum, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf.Nám: Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, BA og MA í lögfræði frá Háskóla Íslands, héraðsdómslögmannsréttindi og verðbréfamiðlarapróf.Störf: Fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs og framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf. Áður yfirlögfræðingur og ritari stjórnar, ásamt því að vera regluvörður frá skráningu Skeljungs í Kauphöll. Þar áður lögfræðingur hjá Landslögum – lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Sit í stjórn Iceland Seafood International hf., Íslenskra fjárfesta hf. og Félags lögfræðinga í fyrirtækjum.Fjölskylduhagir: Gift Hjalta Þór Pálmasyni, framkvæmdastjóra framkvæmda hjá Mannverki ehf. Á þrjár dætur, Ylfu, 9 ára, Hrefnu, 7 ára, og Brynju, 4 ára.Hver eru þín helstu áhugamál? Það kann að hljóma sorglegt en í langan tíma var vinnan mitt helsta áhugamál. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna í gríðarlega áhugaverðum málum, krefjandi en skemmtilegum, með frábæru fólki og það sem mér finnst skemmtilegt að gera er að brjóta heilann og finna út úr hlutunum.Eftir að dæturnar fæddust áttaði ég mig hins vegar á því að vinnan var ekki sérlega fjölskylduvænt áhugamál. Þess vegna til dæmis fór ég að læra á skíði. Ég er reyndar betri að skíða aftur á bak, því að mitt hlutverk hefur verið að sinna yngsta barninu hverju sinni í barnabrekkunni. Nú er þannig fyrir mér komið að allar dæturnar eru orðnar betri en ég á skíðum. Ég hlakka því til að fara að skíða áfram næsta vetur. Svo í vetur fór ég að skauta. Það er afar kómísk sjón en mjög skemmtilegt. Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt í göngutúrum en ég sé fyrir mér að taka nokkra skautahringi í staðinn. Svo hefur mér alltaf þótt gaman að ferðast.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég var í æsku algjör bókaormur og var snemma farin að lesa fyrir hina krakkana á leikskólanum. Eins og gefur að skilja hefur síðasti áratugurinn helst farið í það að lesa barnabækur. Ég gæti reynt að hljóma gáfulega en staðreyndin er sú að því meira sem er að gera í vinnunni, því betur kann ég að meta heimskulega hluti í frítímanum. Síðasta bókin sem ég las var því The girl with the lower back tattoo, sem er sjálfsævisaga Amy Schumer.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfi olíufélaga? Það dylst væntanlega engum að orkuskiptin verða mikil breyting fyrir þau fyrirtæki sem hafa hingað til byggt afkomu sína á sölu jarðefnaeldsneytis. En í orkuskiptunum felast líka tækifæri. Skeljungur / Orkan byggði í fyrra tvær vetnisstöðvar. Vetni er hreinn, innlendur og mjög orkuríkur orkugjafi. Vetni er sérstaklega heppilegt fyrir stærri bifreiðar og lengri akstur og svo þá sem ekki geta hlaðið heima hjá sér. Í ár opnuðum við svo fjölorkustöð að Miklubraut. Þar er hægt að kaupa vetni, metan og rafmagn, auk jarðefnaeldsneytis. Fólk þarf eftir sem áður að komast á milli staða.Hvað veldur því að þú lætur af störfum á þessum tímapunkti? Þegar ég hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir nær tíu árum síðan hafði ég í hreinskilni sagt ekki séð fyrir mér að ég myndi staldra svona lengi við. En svo leiddu skemmtileg verkefni og samstarfsfólk til þess að tíminn leið hratt. Þeim áhersluatriðum sem mér voru falin með nýju samskiptasviði hefur nú verið komið á réttan kjöl; betri samskiptum við starfsmenn, viðskiptavini, hluthafa og fjölmiðla. Uppbyggingu vetnisstöðvanna er lokið og samstarfinu við Votlendissjóðinn um kolefnisjöfnun Skeljungs / Orkunnar og möguleikanum á kolefnisjöfnun á einfaldan hátt fyrir viðskiptavini hefur verið ýtt úr vör. Það var áskorun að skapa nýjan farveg endurnýjanlegra orkugjafa og samfélagsábyrgðar sem snerist um kolefnisjöfnun í fyrirtæki sem hefur selt jarðefnaeldsneyti í 90 ár. Þau verkefni eru nú í höfn og þá er tímabært að róa á ný mið.Hvað tekur við? Fyrst ætla ég að dusta rykið af golfkylfunum mínum og hringja í þær sem hafa lofað mér golfhring í gegnum tíðina. Svo býst ég við því að mér verði farið að leiðast í haust og að ég fari þá að leita að nýju og spennandi starfsumhverfi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira