Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2019 20:00 Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50