Jarðböðin á Mývatni högnuðust um 313 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst lítillega á milli ára en hann nam 294 milljónum á árinu 2017. Heildarvelta félagsins jókst um 100 milljónir en hún nam 922 milljónum króna samanborið við 821 milljón króna á árinu 2017.
Stærstu hluthafarnir í Jarðböðunum eru fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er aðallega í eigu KEA, Íslenskar heilsulindir, sem er dótturfélag Bláa lónsins, og Landsvirkjun. Í árslok 2018 voru Jarðböðin metin á um 4,6 milljarða króna í bókum Tækifæris sem fer með 43,8 prósenta hlut. Í upphafi árs 2018 voru hluthafar í félaginu 74 en 68 í lok árs.
Jarðböðin voru opnuð sumarið sumarið 2004 og hefur baðgestum fjölgað verulega á síðustu árum. Árið 2017 komu rúmlega 218 þúsund baðgestir í jarðböðin.
Í ársreikningi félagsins kemur fram að ákveðið hafi verið að hefja framkvæmdir við nýtt og stærra baðhús og baðlón á svæði félagsins þar sem núverandi aðstaða anni vart lengur þeim mikla fjölda gesta sem sækir jarðböðin, sérstaklega á háannatíma. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir að ný aðstaða verði tilbúin á miðju ári 2021.
Jarðböðin hagnast um rúmlega 300 milljónir
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Spotify liggur niðri
Neytendur

Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent



Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent
