Laddi og Króli leiða saman hesta sína í We Will Rock You Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2019 09:15 Frá vinstri: Katla Njálsdóttir, Laddi, Króli, Berglind Halla Elíasdóttir og Páll Sigurður Sigurðsson. Mynd/We Will Rock You. Búið að ráða í öll hlutverk í söngleikinn We Will Rock You sem frumsýndur verður í Háskólabíói þann 9. ágúst næstkomandi. Meðal þeirra sem leika aðalhlutverk í söngleiknum er leikarinn ástsæli Laddi og rapparinn góðkunni Króli. Opnar áheyrnarprufur fyrir söngleikinn We Will Rock You voru haldnar þann 5.-7. júní síðastliðinn. Um það bil 200 manns skráðu sig til þátttöku og stóðu framhaldsprufur áheyrnarprufanna í um það bil tvær vikur. Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir að erfitt hafi var að velja úr þeim flotta hópi sem mætti en þó var ákveðið að gefa þeim Páli Sigurði Sigurðssyni, Berglindi Höllu Elíasdóttur, Kötlu Njálsdóttur og Kristni Óla Haraldssyni, eða Króla, hlutverkin sem í boði voru. Ásamt þeim mun Laddi stíga á svið í Háskólabíó í ágúst næstkomandi. Þar að auki voru 16 einstaklingar valdir í kór og danshóp sýningarinnar. Æfingar munu hefjast þann 8. júlí næstkomandi og verður æft nánast daglega fram að frumsýningu þann 9. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. Laddi mun fara með tvö hlutverk í We Will Rock You en Króli fer með hlutverk Galileó. Berglind Halla fer með hlutverk Meatloaf, Páll Sigurður mun túlka Britney Spears en auk þeirra leika Katla Njálsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir eða Ragga Gísla og Björn Jörundur Friðbjörnsson aðalhlutverk í sýningunni. Söngleikurinn verður aðeins sýndur í ágúst og er því takmarkaður fjöldi sýninga í boði. Miðasala hefst á tix.is þann 5. júlí en söngleikurinn er í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Karl Olgeirsson stýrir tónlistinni og Chantelle Carey er danshöfundur. Leikhús Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira
Búið að ráða í öll hlutverk í söngleikinn We Will Rock You sem frumsýndur verður í Háskólabíói þann 9. ágúst næstkomandi. Meðal þeirra sem leika aðalhlutverk í söngleiknum er leikarinn ástsæli Laddi og rapparinn góðkunni Króli. Opnar áheyrnarprufur fyrir söngleikinn We Will Rock You voru haldnar þann 5.-7. júní síðastliðinn. Um það bil 200 manns skráðu sig til þátttöku og stóðu framhaldsprufur áheyrnarprufanna í um það bil tvær vikur. Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir að erfitt hafi var að velja úr þeim flotta hópi sem mætti en þó var ákveðið að gefa þeim Páli Sigurði Sigurðssyni, Berglindi Höllu Elíasdóttur, Kötlu Njálsdóttur og Kristni Óla Haraldssyni, eða Króla, hlutverkin sem í boði voru. Ásamt þeim mun Laddi stíga á svið í Háskólabíó í ágúst næstkomandi. Þar að auki voru 16 einstaklingar valdir í kór og danshóp sýningarinnar. Æfingar munu hefjast þann 8. júlí næstkomandi og verður æft nánast daglega fram að frumsýningu þann 9. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. Laddi mun fara með tvö hlutverk í We Will Rock You en Króli fer með hlutverk Galileó. Berglind Halla fer með hlutverk Meatloaf, Páll Sigurður mun túlka Britney Spears en auk þeirra leika Katla Njálsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir eða Ragga Gísla og Björn Jörundur Friðbjörnsson aðalhlutverk í sýningunni. Söngleikurinn verður aðeins sýndur í ágúst og er því takmarkaður fjöldi sýninga í boði. Miðasala hefst á tix.is þann 5. júlí en söngleikurinn er í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Karl Olgeirsson stýrir tónlistinni og Chantelle Carey er danshöfundur.
Leikhús Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira