Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn.
„Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.

Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast
Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.