Hætta sölu DVD-diska Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 12:12 Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO, segir dag DVD-disksins að kveldi kominn, að minnsta kosti innan veggja ELKO. Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO. Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira
Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO.
Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira