Bent er þó á að ekki sé öll smálán ólögleg en ólöglegt sé að krefjast hærri vaxta og annars kostnaðar en 54 prósent. Í annari færslu á vef samtakanna er tekið dæmi um einstakling sem var krafinn um 525 þúsund krónur í vexti vegna um 100 smálána sem hann tók, samtals að upphæð 1,9 milljónir króna.
Útreikningar samtakanna sýna hins vegar að smálánafyrirtækjum sem veittu einstaklingnum lán hafi aðeins verið heimilt að innheimta 60 þúsund krónur í vexti. Því hafi hann greitt 465 krónu hærri vexti en leyfilegt var að innheimta. Hefur maðurinn gert kröfu um endurgreiðslu og nýtur hann liðsinnis Neytendasamtakanna. Í færslu á vef Neytendasamtakanna er neytendum bent á að möguleiki sé fyrir hendi að þeir sem hafi tekið smálán hjá Kredia, Múla, 1909, Hraðpeningum eða Smálánum gætu hafa greitt of mikið til baka og þannig átt inni hjá þeim peninga.
Neytendur afturkalli sjálfvirka skuldfærsluheimild
Hafa samtökin af þessu tilefni tekið saman þrjú skref sem smálántakendur geta stigið til verndar eigin hagsmunum. Hvetja þau lántakendur til að hafa samband við smálánafyrirtækin eða Almenna innheimtu til að krefjast upplýsinga um lánstíma, lánsfjárupphæðir, vexti og annan kostnað sem þeir hafi greitt. Má finna sniðmát af slíku bréfi í færslu samtakanna.Þá eru lántakendur hvattir til þess að ganga úr skugga um að smálánafyrirtækin hafi ekki sjálfvirka skuldfærsluheimild á bankareikningum viðskiptavina sinna. Í færslu Neytendasamtakanna má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á viðskiptabanka.?
„Brögð eru að því að verið sé að skuldfæra af bankareikningum eða kreditkortum fólks háar upphæðir vegna smálánaskulda. Lántakar hafa gefið upp reikningsnúmer eða kortanúmer og einnig samþykkt skilmála með mjög óljósri skuldfærsluheimild sem ekki fær staðist lög. Þeir sem tekið hafa smálán ættu að hafa strax samband við bankann sinn og kortafyrirtæki og athuga hvort slíkt heimild er til staðar. Ef svo er þá ætti að loka henni strax. Athugið að hafa þessi samskipti skrifleg, þ.e í tölvupósti.“
Athugi eigin stöðu á vanskilaskrá
Að lokum er neytendum bent á að ganga úr skugga um að þeir séu ekki á vanskilaskrá vegna smálána og aftur má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á Creditinfo.„Innheimtufyrirtækið hræðir fólk með hótunum um að skrá það á vanskilaskrá, greiði það ekki hina ólöglegu skuld. En það er auðvitað ekki heimilt að setja fólk á vanskilaskrá vegna ólögmætra lána. Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Ef þú ert á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar sendu þá póst á Creditinfo og farðu fram á að vera tekin af skrá.“
Lesa má færsluna á vef Neytendasamtakanna hér.