Gabriel Jesus var allt í öllu í leiknum. Hann átti stoðsendingu í fyrsta marki Brasilíu, skoraði annað markið og var svo rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.
Jesus var alls ekki sáttur við þá niðurstöðu og mátti sjá hann grátandi í göngunum. Hann gat þó farið að brosa þegar leikurinn var flautaður af, 3-1 sigur Brasilíu og fyrsti Suður-Ameríkutitillinn í tólf ár í hús.
Mörkin úr leiknum og gulu spjöld Gabriel Jesus má sjá í klippunum hér að neðan.