Matvælastofnun óskaði í dag eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreks- og Tálknafirði. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi í september og hafa þau síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar.
Leyfin voru felld í gildi þar sem nefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun um tillögu að rekstrarleyfi fyrir fyrirtækin að unnið hafi verið með eldri umsókn og ný gögn sem þau hafi lagt fram vegna eldisins.
Frestur til að skila inn athugasemdum um tillögurnar er til 2. ágústs.
Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi

Tengdar fréttir

Arctic Sea Farm og Fjarðalax fá rekstrarleyfi í tíu mánuði
Fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. hafa fengið rekstrarleyfi til bráðabirgða til 10 mánaða fyrir laxeldi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.

Segja úrskurðinn mikið áfall fyrir Vestfirði
Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktun þar sem því er lýst sem áfalli að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax og Arctic Sea Farm um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna.