Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2019 07:00 Lögfræðingar Ríkisskattstjóra eru enn að meta úrskurð Persónuverndar. fréttablaðið/Anton Brink Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira