Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi.
Í fundarboði til hluthafa Kerecis, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er greint frá því að Ólafur Ragnar hafi verið tilnefndur til þess að taka sæti í stjórn félagsins í stað Hilmars Braga Janussonar, forstjóra líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði. Kerecis er með höfuðstöðvar sínar og framleiðslu á Ísafirði, sem er jafnframt heimabær Ólafs Ragnars, en félagið framleiðir afurðir sem byggðar eru affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum.
Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tveggja milljarða króna. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar króna.
Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent