Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:24 Flugfélagið WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Aðstandendur WAB air hyggjast reisa félagið á grunni WOW en kaupa þó ekkert úr þrotabúi hins fallna flugfélags. vísir/vilhelm WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00
Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00