Félögin hafa rætt saman undanfarnar vikur um félagaskipti Neymar til Barcelona en Sport greinir frá því að nú séu viðræðurnar staðnaðar vegna hegðunnar forráðamanna PSG.
Börsungar segja að þeir frönsku séu afar erfiðir í viðræðunum og einfaldlega óþarflega erfiðir. Síðasta boð Börsunga hljóðaði upp á peningaupphæð og þrjá leikmenn en PSG hafði lítinn áhuga á því.
Talks between Barça and PSG for Neymar stall as French club make unrealistic demandshttps://t.co/OBrymIkDdR
— SPORT English (@Sport_EN) August 11, 2019
Það sem flækir málið enn meira er að erkifjendur Barcelona, Real Madrid, hafa einnig mikinn áhuga á að klófesta Neymar og mun það ekki vera hjálpa til.