Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:40 Vel virðist fara á með félögunum, ef marka má Instagram-færslur þeirra í kvöld. Instagram/@teddysphotos Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld. „Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér. View this post on InstagramWhen in Iceland @thorbjornsson A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 1:02pm PDT Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi. View this post on InstagramHe asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotos A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 11, 2019 at 1:08pm PDT Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina. Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld. „Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér. View this post on InstagramWhen in Iceland @thorbjornsson A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 1:02pm PDT Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi. View this post on InstagramHe asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotos A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 11, 2019 at 1:08pm PDT Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina. Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00
Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41