Starfsfólk neyðarlínunnar hleypur fyrir Frú Ragnheiði: "Frú Ragnheiður oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa aðstoð“ Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 15:45 Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða krossins. Rauði krossinn. Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira