Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Gunnar Reynir Valþórsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 18. september 2019 08:12 Michelle Ballarin á blaðamannafundi á Hótel Sögu fyrr í mánuðinum. Skjáskot/Vísir Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. Þetta kemur fram hjá talskonu flugvallanna í Washington en stórblaðið Washington Post fjallar um endurreisnaráform Michelle Ballarin. Talskonan segir í svari til blaðsins að fundað hafi verið með Ballarin og samstarfsfólki hennar í síðasta mánuði en að eins og staðan sé nú séu engar flugferðir á vegum félagsins fyrirhugaðar frá Dulles. Þá er rætt við flugmálasérfræðinginn Robert Mann sem segir að enn liggi of lítið af upplýsingum fyrir hvað varði endurreisn WOW til að hægt sé að meta stöðuna af einhverri alvöru. Ballarin sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 6. september, sama dag og hún boðaði til blaðamannafundar, að stefnt yrði á að hefja miðasölu í vikunni á eftir, þ.e. í síðustu viku. Heimasíðan yrði vonandi komin í loftið og orðin nothæfa svo fólk gæti byrjað að bóka flug. Af hvorugu hefur orðið enn sem komið er. Páll Ágúst Pálsson lögmaður sem hefur verið tengiliður Ballarin við fjölmiðla og henni innan handar um hin ýmsu mál sagði í samtali við Vísi þann 9. september að unnið væri hörðum höndum að því að koma heimasíðu félagsins í loftið. Hann vildi þó ekki svara spurningum sem sneru að rekstrarlegum atriðum eða því hvort búið væri að ráða starfsfólk hér á landi. Meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi WOW air voru fjólubláu búningarnir sem Gunnar Hilmarsson hannaði á sínum tíma. Gunnar Hilmarsson, sem hannaði búningana á sínum tíma, staðfesti í samtali við Vísi að Páll Ágúst hefði rætt við sig. Ekkert væri þó fast í hendi varðandi framhaldið. Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. Þetta kemur fram hjá talskonu flugvallanna í Washington en stórblaðið Washington Post fjallar um endurreisnaráform Michelle Ballarin. Talskonan segir í svari til blaðsins að fundað hafi verið með Ballarin og samstarfsfólki hennar í síðasta mánuði en að eins og staðan sé nú séu engar flugferðir á vegum félagsins fyrirhugaðar frá Dulles. Þá er rætt við flugmálasérfræðinginn Robert Mann sem segir að enn liggi of lítið af upplýsingum fyrir hvað varði endurreisn WOW til að hægt sé að meta stöðuna af einhverri alvöru. Ballarin sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 6. september, sama dag og hún boðaði til blaðamannafundar, að stefnt yrði á að hefja miðasölu í vikunni á eftir, þ.e. í síðustu viku. Heimasíðan yrði vonandi komin í loftið og orðin nothæfa svo fólk gæti byrjað að bóka flug. Af hvorugu hefur orðið enn sem komið er. Páll Ágúst Pálsson lögmaður sem hefur verið tengiliður Ballarin við fjölmiðla og henni innan handar um hin ýmsu mál sagði í samtali við Vísi þann 9. september að unnið væri hörðum höndum að því að koma heimasíðu félagsins í loftið. Hann vildi þó ekki svara spurningum sem sneru að rekstrarlegum atriðum eða því hvort búið væri að ráða starfsfólk hér á landi. Meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi WOW air voru fjólubláu búningarnir sem Gunnar Hilmarsson hannaði á sínum tíma. Gunnar Hilmarsson, sem hannaði búningana á sínum tíma, staðfesti í samtali við Vísi að Páll Ágúst hefði rætt við sig. Ekkert væri þó fast í hendi varðandi framhaldið.
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32