Þröng staða fyrir Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Óvíst er hvort Netanjahú geti myndað stjórn. AP/Amir Cohen Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans. Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans.
Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04