Hafði trúð með í för þegar hann var rekinn úr vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 18:44 Josh og Joe á „góðri stundu.“ Skjáskot Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“ Nýja-Sjáland Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“
Nýja-Sjáland Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira